Vínsmökkun & fræðsla

Vin8 býður upp á vínsmökkun & fræðslu fyrir stóra og smáa hópa. Þátttakendur komast í kynni við vín sem hafa ekki verið í boði á Íslandi og fræðast um vínin, vínhúsin, framleiðsluferlið og allt það dásamlega sem þeim tengist.

Vínsmökkun tekur um það bil 2 klukkustundir og smökkuð eru að jafnaði vín frá 5 mismunandi framleiðendum sem ætti að gefa gestum góða innsýn inn í viðfangsefnið hverju sinni og fjölbreytileika vínheimsins.

Vínsmökkun getur farið fram hvar sem er, hvort heldur er í heimahúsi, vinnustaðnum, veislusal eða hvar sem ykkur dettur í hug

Sendu okkur fyrirspurn!