Argentína

Salentein

Stofnað af frumkvöðlinum Myndert Pon 1996. Um 1990 breyttist vínræktun í Argentínu og urðu meiri gæði ríkjandi í framleiðslunni þar í landi. Salentein á um 2.000 hektara landsvæði og nýtir um 800 af þeim undir víngerð. 5 vínekrur eru í 1.050-1.700 m. Yfir sjávarmáli og eru 5 mismunandi nærviðri (microclimate) á ekki nema 22 km loftlínu. Það er svalt eyðimerkurloftslag sem fylgir þessari hæð yfir sjávarmáli, sem gerir það að verkum að berin fá mikinn hita og sól yfir daginn en kalt næturloftið hægir á þroska og styrkir húðina á berjunum og þarf þá minna af efnum til að vernda berin fyrir alls kyns óværu.
Fremsti og virtasti víngerðarmaður Argentínu José (Pepe) Galante stýrir víngerðinni hjá Salentein en hann hefur starfað hjá húsinu síðan 2010. Áður fór hann fyrir Catena Zapata í yfir 30 ár og fer ekki á milli mála að þetta er einn færasti víngerðarmaður sem fyrirfinnst. Hann hefur einnig unnið með fjölda vínframleiðenda víðsvegar um heiminn, þar með talið í Frakklandi.

Þá er Salentein er með einstaka hugsjón þegar kemur að samræmingu nýtingar og verndunar landsins. Þau ná að lágmarka vatnsnotkun í víngerð sinni þannig hún er 1/3 af því sem gengur og gerist að meðaltali hjá öðrum vínframleiðendum. Þá eru þau mjög öflug í endur næringu á jarðveginum með vistvænum hætti. Salentein rekur einnig lúxus resort þar sem gestir geta notið alls hins besta en þar er að finna listagallerí, kapellu, spa auk hágæða víns og matar. Klárlega eitt besta hús Argentínu.

Argentína

Family Falasco

Vínhús Family Falasco er staðsett í 1200 m hæð yfir sjávarmáli í Ucodalnum í Mendoza héraði Argentínu. Fyrirtækið var stofnað í seinni heimstyrjöldinni árið 1939 af Octavio Rufino Falasco og er í dag rekið af 4. kynslóð fjölskyldunnar.
Falasco hóf starfsemina á því að selja vín beint af reiðhjóli sínu og áttaði sig fljótt á tækifærum í að framleiða gæða þrúgur og hóf ræktun í Mendoza. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið jafn og þéttur og er húsið í dag eitt það stærsta þar í landi.
Þrúgurnar eru af vínviði sem er ræktaður í mismunandi jarðvegi, veðurfari og svæðum innan Mendoza, þar sem veturnir eru svalir, sumrin þurr og heit, svalar nætur, frjór jarðvegur og vatn úr Andesfjöllunum tryggir hágæða vöru bæði í yngri vínum og þeim sem hafa möguleika á að eldast vel.

Frakkland

Freres

Dufouleur Frères er staðsett í Nuits í Burgundy í Frakklandi og rekur sögu sína til 16. aldar þegar forfeður vínhússins unnu við að þjappa ber til víngerðar og er starfsheitið Fouleur, eða sama nafn og húsið ber, komið frá þeim tíma.
Symphorien Dufouleur varð svo fyrsti fjölskyldumeðlimurinn til að bæta starfsheitinu víngerðarmaður á ferilskrá sín og eignast sitt eigið fyrirtæki í víngerð. Vínhúsið varð fljótt eitt af fínustu vínhúsum í Nuits-Saint-Georges. Í kringum 1930 tóku afkomendur hans Bernard, Hubert og Jean Dufouleur við búinu og þau, ásamt föður sínum stofnuðu Maison Dufouleur Frères í Château í Nuits.
Húsið er í dag rekið af Marc, François-Xavier og Jean DUFOULEUR sem bera kyndilinn áfram.
Hér erum við með gjörsamlega dásamlegt Búrgundarhús og fjölbreytt úrval af hágæða vínum.

Frakkland

Henri Giraud

Kampavínshúsið Henri Giraud er í Äy í Champagne héraði. Húsið var stofnað árið 1625 og hefur verið rekið af fjölskyldunni alla tíð. Claude Giraud er af 12. kynslóð og fer yfir húsinu í dag ásamt Sébastien Le Golvet, sem er giftur inn í fjölskylduna, og er Víngerðarmaður þessa flotta kampavínshúss.
Húsið er eitt það minnsta í héraðinu og framleiðir um 250.000 flöskur á ári. Vínin þroskast á eikartunnum eða í egglaga leirkerjum sem gefa vínunum ekki bara öndun, heldur eru þau einnig smá í stærð og gefa víninu þar með tækifæri til að þroskast saman í góðu tómi.
Frá árinu 2016 var ákveðið að fara aftur í upprunan og fjarlægja alla stáltanka úr framleiðslunni og er alfarið notast við handgerðar eikartunnur úr Argonne skóginum. Allar tunnur eru rekjanlegar niður á einstakt tré og landsvæði og eru hafðar í minni kantinum.

Árið 2020 var Argonne 2012 valið besta kampavín í heimi af James Suckling. Kampavín frá Henri Giraud er í boði á yfir 300 Michelin veitingastöðum út um allan heim.